Saga GGT
Fyrirtækið GGT var stofnað árið 2015 af Zoran Milutinovic sem flutti til Íslands með það að markmiði að finna sér vinnu og skapa sér framtíð. Zoran hefur verið virkur þátttakandi í íslensku samfélagi í yfir 26 ár og býr yfir 22 ára reynslu í ræstingum.
Á þeim tíma hefur hann sérhæft sig í að þróa verklag og aðferðir sem tryggja hreinlæti, skilvirkni og fagmennsku í öllum verkefnum. Frá upphafi hefur GGT byggst á vinnusemi, heiðarleika og trausti og sú hugsun hefur fylgt fyrirtækinu alla tíð.
Í dag er sonur Zorans, Pavle Milutinovic einnig hluti af fyrirtækinu sem hluthafi, markaðsstjóri og rekstrarstjóri. Pavle hefur starfað í fyrirtækinu í 6 ár, bæði sem ræstingarmaður, stjórnandi og unnið hlið við hlið með föður sínum. Þekking þeirra reynsla og sterk fjölskyldutengsl endurspeglast í gæðum þjónustunnar sem GGT veitir í dag.
Zoran Milutinovic
Stofnandi / Framkvæmdastjóri
Zoran stofnaði GGT árið 2015 eftir að hafa búið á Íslandi í yfir 26 ár og starfað við ræstingar í meira en 22 ár. Með djúpa þekkingu á greininni og mikla reynslu hefur hann þróað verklag sem tryggir hreinlæti, skilvirkni og fagmennsku í öllum verkefnum. Vinna Zorans hefur alltaf verið drifin áfram af vinnusemi, heiðarleika og trausti gildum sem hafa verið undirstaða GGT frá fyrsta degi.
Pavle Milutinovic
Rekstrarstjóri / Markaðsstjóri / Hluthafi
Pavle hefur verið hluti af GGT í yfir 6 ár og gegnt fjölbreyttum hlutverkum allt frá ræstingum yfir í rekstrarstjórnun og markaðsmál. Hann hefur sterka sýn á vöxt fyrirtækisins og heldur utan um daglega starfsemi, þjónustustýringu og ímynd fyrirtækisins. Með nýsköpun, nútímalega nálgun og góða þjónustu sem leiðarljós tryggir hann að GGT haldist í fremstu röð í greininni.